Helstu framleiðendur

Álfaborg er umboðsaðili fyrir marga af helstu framleiðendum gólfefna og annarra vara sem við bjóðum

Berry Alloc

Berry Alloc býður upp á fjölbreytt úrval af gólfefnum s.s. harðparket, vínylparket, viðarparketi og veggjaklæðningar. Höfuðstöðvar fyrirtækisins er í Belgíu og hjá því starfa 5.000 manns og það þjónar viðskiptavinum í 140 löndum. Harðparketið og aðrar vörur frá

BerryAlloc eru fallega hannaðar, ending argóðar og auðveldar í uppsetning. Berry Alloc er hluti af Beaulieu International Group.

Sjá nánar

FN Neuhofer

FN Neuhofer býður upp á fjölbreytt úrval af fylgihlutum fyrir gólfefni og sérhæfir sig í gólflistum. FN er austurrískt fjölskyldufyrirtæki með 370 ára sögu, rekið af sömu fjölskyldu frá upphafi, stofnað árið 1650 í Zell am Moos.

Sjá nánar

Tarkett

Tarkett er leiðandi framleiðandi á norðurlöndum á gólfefnum s.s. harðparketi, viðarparketi, vínildúkum, gervigrasi, gólfefnum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar.


Fyrirtækið er með framleiðslu á 33 stöðum víðs vegar um heiminn og starfa 12.500 manns hjá fyrirtækinu. Á degi hverjum selur fyrirtækið um 1.3 milljónir fermetra af gólfefnum.


Umhverfismál eru fyrirtækinu afar hugleikin og hefur það hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt í þeim málum. Álfaborg hefur frá stofnun fyrirtækisins selt vörur frá Tarkett.


Saga fyrirtækisins nær 140 ár aftur í tímann, þá þekkt sem Allibert og Sommer. Nafn sem tengist frumkvöðlunum sem stofnuðu tvö fyrirtæki í Frakklandi en síðar sameinuðust Tarket í Svíþjóð undir einu nafni. En sérþekking Allibert og Sommer í plastiðnaðinum hefur stutt Tarket um áratugaskeið að halda velli sem fremsta fyrirtæki heims í gólfefnum unnum úr plasti og timbri.

Sjá nánar

Fletco Carpets

Fletco Carpets er framleiðandi á teppum fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þekktastir eru þeir fyrir stigateppi, sem prýða fjölda stigahús hérlendis. Þar sem saman fer mikið slitþol og garn sem heldur útiliti sínu vel við mikla notkun. Einnig framleiða þeir teppaflísar, dregla og teppi sem hentug eru fyrir skrifstofur, gistihús og hótel. Enda er ekkert gólfefni sem gefur betri mýkt og hljóðvist en teppi.

Sjá nánar

Interfloor

Interfloor er stærsti framleiðandi í Evrópu á teppaundirlögun og gólfefna aukabúnaði.


Fyrirtækið var stofnað við samruna Tredaire og Duralay árið 2002 en arfleifð fyrirtækisins á rætur sínar að rekja til fjórða áratugarins þegar Duralay hóf framleiðslu á teppaundirlagi í Bretlandi.

Sjá nánar

Condor Carpets

Condor Carpets er dótturfyrirtæki Condor group. Það sérhæfir sig í framleiðslu á teppum fyrir heimili, hótel, fyrirtæki og stofnarnir. Það er eitt af stærstu teppaframleiðendum í Evrópu.

Sjá nánar

Tapibel

Tapibel er einn fremsti teppaframleiðandi í heimi og státar af sérstaklega slitsterkum og fallegum teppum á hagstæðu verði. Tapibel framleiðir teppi bæði fyrir heimili, hótel og stofnanir. Þeir eru með vörulínu er nú búin til úr 100% endurnýtanlegum efnum. Cobalt

vörulínan frá Tapibel er eitt mest notaða teppið á stigahúsum hérlendis.

Sjá nánar

UZIN Utz

Uzin er þýskt fyrirtæki stofnað árið 1911 með höfuðstöðvar í ULM. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir húsbyggingar til flísalagna, flot, gólflím og tengd verkfæri. Uzin framleiðir lím, spartl og grunna í verksmiðju sinni í þýskalandi, en strangar umhverfiskröfur þar í landi hafa gert það að verkum að Uzin hefur ávalt verið framarlega í þróun umhverfisvænna undirlagsefna.


Helstu vörumerki Uzin eru: Codex, Uzin, Wolff, Pallmann og Arturo.

Sjá nánar

Weber Saint-Gobain

Weber leiðandi fyrirtæki í þróun, framleiðslu og sölu á flotefnum og tengdum vörum á heimsvísu. Það er eitt af vörumerkjum Saint Gobain samsteypunnar. Weber hefur framleitt flotefni í áratugi og hefur verið á markaðnum á íslandi í áratugi. Flotefni í háum gæðaflokki sem hentar undir öll gólfefni við íslenskar aðstæður.

Sjá nánar

Codex

Codex er leiðandi vörumerki í þróun, framleiðslu og sölu á flotefnum og tengdum vörum. Codex er undirmerki Uzin utz sem framleitt hefur fjölbreytt úrval undirlagsefna fyrir gólfdúka, teppi, flísar og lökkuð gólf. Þau eru íslenskum iðnaðarmönnum vel kunn og hafa

verið á markaðnum á íslandi í fjölda ára. Flot- og undilagsefni í háum gæðaflokki sem hentar undir gólfefni við íslenskar aðstæður.

Sjá nánar

Kraiburg Relast

Kraiburg sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða hljóðeinangrandi undirlagi fyrir parket og flísar úr gúmmí.

Sjá nánar

TECE

TECE er meðalstórt fjölskyldufyrirtæki frá Þýskalandi sem framleiðir hágæða vörur og lausnir fyrir baðherbergi. Meðal þess sem það framleiðir og selur er ýmis búnaður fyrir baðherbergið s.s. klósett, vatnskassar og fleira.

Sjá nánar

Dansani

Dansani er danskt hönnunarfyrirtæki sem þróar og selur baðherbergislausnir. Í vöruvali þessu eru baðherbergishúsgögn, sturtuklefar og aðrir fylgihlutir fyrir baðherbergi. Það selur vörur sínar til fjölda landa undir vörumerkjunum Dansani og Scanbad.

Sjá nánar

Montolit

Montolit sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á verkfærum og tækjum fyrir fagmenn til flísalagna. Fyrirtækið var stofnað árið 1946 í Varese á Ítalíu. Það hefur verið leiðandi í þróun á lausnum við skurð á flísum s.s. flískaskerum, flísasagir, flísaborar og önnur verkfæri til þess að skera stórar og þykkar flísar.

Sjá nánar

Ramon Soler

Ramon Soler er spænskt fyrirtæki með 130 ára reynslu í framleiðslu á lokum og blöndunartækjum. Fyrirtækið hóf starfsemi sína á litlu verkstæði í Barselóna og framleiddi loka fyrir tunnur í vínframleiðslu. Með tímanum þróuðust þeir yfir í baðherbergis- og eldhús

blöndunartæki og heildarlausnir fyrir baðherbergi. Hágæða vörur á hagstæðu verði.

Sjá nánar

Wolff

Wolff framleiðir öflugar hágæða vélar og verkfæri til að fjarlægja og leggja allar gerðir gólfefna. Verkfærin eru sérhæfð til þess að undibúa undirlag gólfefna og einnig til þess að auðvelda uppsetningu nýrra gólfefna.


Fyrirtækið er dótturfyrirtæki Uzin Utz.

Sjá nánar

Sigma

Sigma var stofnað árið 1964 og hefur alla tíð sérhæft sig í búnaði fyrir flísar og flísalagnir. Það býður ýmsar lausnir fyrir skurð á flísum s.s. flískaskera flísasagir, flísabora og önnur flísaverkfæri.

Sjá nánar

Creatuft

Framleiðandi á hágæða ullarteppum og mottum. Með uppruna sinn í ríkri textílhefð Flæmingjalands hefur fyrirtækið vaxið í að verða leiðandi framleiðandi á gólfefnum úr náttúrulegum efnum. Fyrirtækið ábyrgist frábært handverk frá trefjum til fullunnins teppis.


Sjá nánar

Raimondi

Raimondi sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á verkfærum og tækjum fyrir fagmenn til flísalagna. Fyrirtækið var stofnað árið 1974 í Ítalíu með það að leiðarljóri að auðveld og bæta gæði vinnu flísalagningarmanna. Það hefur verið leiðandi í þróun á afréttingarkrefum fyrir flísalagningarmenn og þekkt fyrir RLS kerfið.

Sjá nánar