TILBOÐ - SEGNO VIÐARPARKET // OLD GREY
14. ágúst 2024
SEGNO VIÐARPARKET // OLD GREY
Þú gerir góð kaup á Segno Old Grey frá Tarkett. Hlýlegt Segno viðarparket setur sterkan svip á heimilið fallega lagt í fiskibeinsmynstri. Frábærlega hannað viðarparket, framleitt samkvæmt ströngustu gæðakröfum Takmarkað magn á frábæru tilboði.
TILBOÐSVERÐ KR.12.490,- per fm (verð áður 23.185 kr.per fm)

Hér eru opnunartímar fyrir páska 2025 - við vekjum athygli á að lokað verður hjá okkur laugardaginn 19. apríl. 17. apríl (Skírdagur): Lokað 18. apríl (Föstudagurinn langi): Lokað 19. apríl: Lokað 20. apríl (Páskadagur): Lokað 21. apríl (Annar í páskum): Lokað Hefðbundinn opnunartími hefst aftur þriðjudaginn 22. apríl. Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra páska.

Baðbirginn okkar, PAA Baths, kynnti á dögunum tvær nýjar vörulínur í samstarfi við hinn þekkta hönnuð Karim Rashid. Rashid er þekktur fyrir framúrstefnulega og litríka hönnun og hefur meðal annars hannað fyrir merki eins og Alessi, Hugo Boss, Issey Miyake, Kenzo, Veuve Cliquot og svo mætti lengi telja. Þá hefur hann hlotið yfir 400 verðlaun fyrir hönnun sína, svo sem Red Dot verðlaunin. Fyrri vörulínan nefnist Pointe og vísar til lögunar hins klassíska balletskós. Þannig vill Rashid votta dóttur sinni og ballerínum um heim allan virðingu sína. Mjúkar línur og falleg lögun baðkarsins tryggja hámarks þægindi, og háar brúnir aðskilja þig frá amstri hversdagsins. Einnig hannaði Rashid vask í stíl í svipaðri lögun. Síðari vörulínan nefnist Alba sem er ítalska orðið fyrir dögun. Hið kringlótta form baðkarsins minnir á sólina, og karið er öðruvísi að því leiti að þú situr uppréttur, í fullkominni stöðu til að kyrra hugann eða jafnvel lesa góða bók og taka á móti nýjum degi. Vaskurinn í Alba línunni er svo einkar óvenjulegur, þar sem formið fer úr ferköntuðu yfir í kringlótt. Báðar vörulínurnar koma í fimm mjúkum og fallegum litum, en hægt er að skoða þær nánar á heimasíðu framleiðandans, www.paabaths.com .

SVARTUR FÖSTUDAGUR Í ÁLFABORG 28.-30. nóvember verða allar vörur á 30% afslætti í tilefni black friday, auk sértilboða. Bjóðum þúsundir fermetra af flísum, parketi, vínylparketi, teppum, dúkum og fleira. Afslátturinn gildir frá verðlistaverð frá fimmtudegi til laugardags. Komdu og gerðu frábær kaup!!

BAÐHERBERGISDAGAR Í ÁLFABORG // 25% AFSLÁTTUR Núna er rétti tíminn til að taka baðherbergið í gegn 25% afsláttur af öllum baðherbergisvörum, ásamt fjölda sértilboða. Bjóðum mikið úrval af vörum fyrir baðherbergið frá viðurkenndum framleiðendum. Porcelanosa flísar, Dansani baðinnréttingar, Ramon Soler blöndunartæki á frábærum kjörum. 👉Baðflísar 👉Baðinnréttingar 👉Blöndunartæki 👉Sturtugler 👉Speglar 👉Handklæðaofnar 👉Niðurfallsristar o.fl.