
NAXB
NAXB er innkaupasamband 200 endursöluaðila á Norðurlöndunum sem sér um að þróa og hanna flísar og tengdar vörur. Álfaborg er einn af stofnendum innkaupasambandsins árið 2008. Vörur eru hannaðar og þróaðar af ítölskum hönnuðum eftir forskrift sambandsaðila undir vörumerki NAXB. Framleiðsla á þeim fer síðan fram víðs vegar um Evrópu, þar sem hagkvæmast er hverju sinni.