
PORCELANOSA
Porcelanosa er leiðandi fyrirtæki í þróun og sölu á flísum, enda heimsþekkt fyrir einstök gæði og framúrskarandi hönnun. Fyrirtækið var stofnað á Spáni fyrir meira en 40 árum í litlu þorpi við Miðjarðarhafið.
Fjölskyldan sem stofnaði fyrirtækið 1972 rekur fyrirtækið í dag, með sömu gildum og markmiðum og í upphafi. Verksmiðja fyrirtækisins er starfrækt án útblásturs og flísarnar framleiddar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt. Hjá Porcelanosa starfa um 5.000 manns og það nýtur virðingar um allan heim fyrir áherslu á þrotlausa þróunarvinnu og hönnun á flísum framtíðarinnar. Porcelanosa rekur yfir 970 verslanir í 150 löndum víðs vegar um heim. Innan Porcelanosa Group eru rekin 8 dótturfyrirtæki sem eru leiðandi hvert á sínu sviði. Stefna fyrirtækisins er að vera með vönduðustu flísar veraldar, ásamt því að vera alltaf fremstir í hönnun og þróun á hágæða vöru. Flísarnar frá Porcelanosa voru m.a. valdar í konungshöllina á Spáni. Álfaborg hefur frá stofnun fyrirtækisins selt vörur frá Porcelanosa.